ég veit ekki hvort að ég er með ofvirkan skjaldkirtin, mig grunar það samt pínu (er samt með lítið af einkennum)
annars þegar ég var lítil (5-10 ára) þá ýttu foreldrar mínir mér rooosalega mikið í íþróttir, þannig að strax þá, þá fékk eg rosalega hraða brennslu því ég var alltaf að hreyfa mig í íþróttum (óeðlilega mikið verð ég að segja, ma&pa voru þá svona “öfga” foreldrar) og síðan þá hef ég bara alltaf verið með rosalega hraða brennslu, þótt að ég geri ekki neitt yfir daginn.
get borðað eins mikið og ég vil og hreyft mig ekki neitt, en er samt búin að vera með sömu þyngd síðan í 10 bekk. (er að fara í 3 bekk næst)
svo held ég að þetta sé líka bara í genunum, pabbi er líka svona. Annars er lika ókostur með þessu, ég þarf ekkert að halda mér við, og er frekar aum og allt svoleiðis afþví ég æfi ekki neitt :/