ó já dekur!!
ég mæli með að þú farir í sturtu um morguninn og rakir þig undir höndunum og á fótleggjunum (vax ef þú þorir…) Síðan eftir sturtuna geturu notað gott hreinsigel og hreinsivatn þar yfir og setjir á þig gott rakakrem.
þú þværð náttúrulega hárið, setur næringu, froðu eða krem og blæst það eins og þú vilt.
síðan seturu rakakrem á fæturnar og upphandleggina.
svo ferðu kannski og færð þér hollt og gott í hádegismat, kjúklingasalat með miklu grænmeti, drekkir mikið vatn. svo geturu dúllað þér eitthvað yfir daginn.
síðan um kvöldið byrjaru á að hreinsa húðina í andlitinu, setur hárið upp og ferð í heitt bað með baðsalti, kerti, ljós slökkt, róleg tónlist og liggur þar í minnsta kosti hálftíma.
síðan er það krem aftur á alla staði á líkamanum sem þú vilt.
síðan klippiru neglurnar, táneglur líka og snyrtir til með þjöl og setur krem á hendurnar og nuddar inn í neglurnar. síðan ef þú vilt geturu sett á þig flott naglalakk.
síðan mæli ég með heitu tei, liggir bara nakin uppí rúmi í hlýjum náttslopp yfir góðri mynd. til að toppa þetta þá verða rúmfötin að vera nýþvegin og fín.
hvernig lýst þér á þetta?