Ég ætla nú ekki að alhæfa neitt.
En samt að vera sammála þér.
Bara það sem ég sjálf upplifi og sé í kringum mig.
Ég hef nánast alltaf verið í þyngri kantinum. Rokka upp og niður samt sem áður. Það er ógeðslega létt fyrir mig að fita mig alveg hrikalega, og sömuleiðist að grenna mig.
Ég veit eg er of þung, bara nenni ekki að gera neitt í því en það er mitt mál.
En svo hinsvegar mamma mín, hún er alltof grönn!
Og hún hefur verið að berjast við það að þyngjast, Hún borðar eins og ég veit ekki hvað af alskonar mat og óhollustu líka. En fittnar/ þyngist ekki neitt!
Svo þegar hún loksins nær einhverjum fleirri kílóum þá er vandamálið að halda þeim!
Og þó það sé leiðinlegt að heyra að maður sé of feitur, En það er bara sjálfri mér að kenna, ég er ekki með hægvirkan skjaldkirtil eða neitt þannig sem gerir það að verkum að ég brenni hægar.
En þegar ég heyri fólk commenta á horað fólk pirrast ég alveg hrikalega, eins og þegar ég heyri einhvern commenta á mömmu mína að hún sé beinagrind, anorexíu eða eitthvað álíka,
Meina hvað heldur fólk að það sé að gera með þvía ð segja þetta, hrós ? ég kysi frekar að vera eins og ég er alla mína ævi og jafnvel bæta meira á mig heldur en að vera alltof grönn.
Bara útfrá því hvað ég þekki í kringum mig, og svipurinn á fólki í kringum mig sem fær þessi comment á sig að það sé “beinagrindur” og svona. Þegar þau eru að berjast við það að þyngja sig.
En núna tala ég bara útfrá því í kringum mig, enginn alhæfing.
Bætt við 17. apríl 2009 - 17:25
Held ég takiþetta til baka sem ég sagði..
Miskildi innleggið þitt.
Og ætla benda þér á að það er til fólk með hægvirkan skjaldkirtil til líka.
Og það er ekkert léttara fyrir þau að létta sig heldur en fyrir fólk með ofvirkan skjaldkirtil að þyngja sig.