Ég myndi bara mæla því að gera þetta hjá fagmanni, eða eins og einhver nefndi hérna á undan, að fara í iðnskólana til krakkana sem eru að læra!
Þessir pakka-litir og aflitunarefni eru bara eitur! Ég veit um stelpu sem var búin að nota bara svona pakkaliti og svo þegar hún fór á stofu og fór í litun þar, þá steiktist á henni hárið! Í bókstaflegri merkingu hún sviðnaði, það er svo mikið eitur í þessum litum sem metta hárið og þegar þú loksins ferð á stofu og ætlar að vera svaka fín, þá endar það kannski þannig að þú ert búin að eyðileggja á þér hárið án þess að vita af því!
Ég var að læra hárgreiðslu, og það var baaara tremmi að fá krakka og fullorðið fólk sem var búið að vera að nota þessa liti, maður vissi aldrei hvernig útkoman yrði.
Þannig að farðu á stofu þú átt eftir að vera miklu ánægðari með það þrátt fyrir að þurfa að borga e-ð pínu meira fyrir það!