Ég er með tvö minniháttar vandamál; púður helst ekki almennilega á ákveðnu svæði á andlitinu á mér (þ.e. í kringum nefið, undir augunum), ég he prófað matte mousse líka, það eyðist líka alltaf upp á þessu svæði.
Er einhver grunnur (þá hvaða) eða krem sem ég get sett á mig áður en ég set púður á til að halda því almennilega á þarna? Ég gjörsamlega þoli ekki að koma heim eftir að hafa verið úti (eða vera úti) og sjá að ég er orðin flekkótt út af þessu.
Svo er það vandamál númer tvö; augnhárin mín eru mjög bein, ég þarf að bretta þau í drasl svo að þau sjáist, en það endist ekki, þ.e.a.s þau fara niður aftur. Getið þið mælt með einhverjum maskara sem er nógu ‘harður’ eða stífur til að halda þeim uppi allan daginn? Hef prófað marga, marga maskara (Yves Saint Laurent, Estée Lauder, Dior, Lamcome (man reyndar ekki hvernig hann var), L'Oréal, Bojouris, Maybelline, Nivea, Gosh and so on and so on) en enginn þeirra heldur þeim uppi nógu lengi, þau síga alltaf niður og það er SVO ljótt, sérstaklega ef ég er með blautan eyeliner.
Takk.