haha, vinan:)
Í fyrsta lagi efast ég um að einhver af þeim sem gengur um með þessa lokka viti hvar raunverulega gerðin fæst, í öðru lagi efast ég ekki um að ef það skiptir manneskju svona virkilega miklu máli að vera endilega með “the real thing” þá kaupir hún það, sama hvað það kostar, og í þriðja lagi efast ég um að þessum 13-17 ára stelpum sem kaupa þessa lokka sé ekki alveg skítsama…þær eru að elta litla tískubólu sem springur eftir nokkra mánuði, og þá er bara gott ef foreldrar smástelpna eru ekki að eyða hálfum herragarði í eyrnalokka sem, stuttu síðar, manneskjan vill ekki nota lengur af því þeir eru ekki í “tísku”.
Það er stór munur á að tala um unglingsstúlkur á íslandi og þær fullorðnu konur sem hafa efni á og virkilega ganga í hátískumerkjunum, nota hátískuskartið og ilmvötnin. (enda merki eins og Chanel og Dior beint að fullorðnum konum - sem eiga pening) Þó að einhverjar gellur hérna á íslandi kaupi sér “feik” chanel lokka bara af því það er létt að fá þá og af því það virðist vera í tísku, gerir það þær ekki sjálfkrafa “fátækar”.