Jæja,,ég er komin á það stig að vilja breyta mér alveg frá toppi til táar:)
Enda er ég byrjuð i ræktinni og svoleiðis;).

En næsta stig er hárið.
Mig langar alveg gjörsamlega að breyta klippingunni og hárlitnum.
Ég er með ljósar strípur núna í skorlituðu hári og klippingin er skátoppur og klippt í V.
Ég var að spá í með hárlitinn að lita alveg ljóst bara og langar svo í svona bleikt undir eða svart:).
Ef ég myndi láta lita það bleikt þyrfti ég að aflita á mér hárið og ég er ekki viss um að ég vilji gera hárinu mínu það.
Svo með klippinguna veit ég bara ekkert hvað ég á að gera:P

Annað vandamál er að mér finnst hárið bara liggja dautt meðfram andlitinu..mig langar að hafa aðeins líf í því..ef þið vitið hvað ég á við?=).

Brúnkukrem:
Með hverju mælið þið?

Endilega líka koma með einhverjar uppástungur hvernig ég gæti breytt útlitinu:)

Takktakk;*
;)