Þar sem að annarhver þráður hérna er um bóluvandamál ákvað ég að deila með ykkur leyndarmálinu. Ég byrjaði fyrir c.a. 2 mánuðum á pillu (getnaðarvörn) sem heitir Diane Mite og hún er að gera allt sem hún á að gera. Bólurnar að hverfa og brjóstin aðeins að stækka..annars eru auðvitað aukaverkanir eins og á öllum lyfjum, í mínu tilfelli voru það hitaköst og skapsveiflur, það er samt hætt núna:) Ég mæli allavega með henni, talið við kvensjúkdómalækninn ykkar ef þið eruð í einhverjum vafa.

“Diane mite inniheldur tvö virk efni, cýpróterón og etinýlestradíól. Cýpróterón hindrar áhrif karlhormóna í líkamanum. Það bælir einnig framleiðslu hormóna sem örva kynkirtla, og sjálft hefur lyfið væg kvenhormónalík áhrif. Karlhormón myndast í litlu magni í konum en verði þau of ríkjandi valda þau þrymlabólum (acne), hárvexti í andliti og skallamyndun. Etinýlestradíól verkar eins og kvenhormónið estradíól, verkunartími þess er þó lengri þegar það er tekið inn. Allar töflurnar innihalda sama magn af hormónum. Diane mite er notað gæti of mikillar karlhormónavirkni hjá konum og um leið er það getnaðarvörn hjá þessum konum. Getnaðarvörn lyfsins felst fyrst og fremst í því að koma í veg fyrir egglos. Jafnframt þessu hafa hormónin áhrif á slímmyndun í leghálsinum sem veldur því að sæðisfrumur komast síður upp í legið og erfitt er fyrir frjóvgað egg að festast í slímhúð legsins.”

http://www.lyfja.is/forsida/Lyfjubokin/Lyf/8/

Bætt við 9. janúar 2009 - 17:17
og já ég gleymdi að ég fékk líka morgunógleði fyrstu vikurnar, enda er þetta mjög “sterk” pilla, en ekki búast samt við að hún byrji að virka fyrr en eftir nokkra mánuði
“Þetta er nú meira bullið..”