Ég lenti í því í fyrra vor að ég fékk bólur (svona lokaða fílapensla sem eru svona lttlar bólur sem eru ekki rauðar og fullt af þeim á ennið) var frekar slæm í sumar en svo hef ég verið að lesa mér til á netinu og hugsa mjög vel um húðina og fór líka í húðhreinsun (mæli mjög með því) það kostar bara svona 4-5 þús.
Núna fæ ég eginlega aldrei bólur (svona 2 þegar ég byrja á túr -_-)
Ég ætla að skrifa nokkur ráð fyrir þig sem hafa hjálpað mér mikið.
Aldrei fikta í húðinni og reyna að kreista og sprengja bólur það getur valdið þess að sýkingin og bakterían sem veldur þeim berist um allt andlit og geri bólurnar mikklu fleiri og verri!
Aldrei nudda skrúbba andlitið með handklæði eða þvottapoka, það getur leitt til þess að sýkingin og bakterían dreyfist og getur einnig komið húðinni í uppnám og valdið fleiri bólum.
Skiptu um koddaver á tveggja daga fresti eða oftar ef þú getur því að olía, baktería og óhreinindi færast af andlitinu þínu á koddaverið þegar þú sefur og næstu nótt færist hún af koddaverinu yfir á andlitið aftur og veldur fleiri bólum.
Forðastu mat sem inniheldur transfitusýrur s.s kex, snakk, djúpsteiktur matur og fleira.
Svo ef að þú ÞARFT að kreista bólu, passaðu þá að það sé kominn svona hvítur haus og gerðu svo eftirfarandi :
Treystu mér, ekki reyna að kreista bólur sem eru ekki tilbúnar, ég er með ör á enninu eftir það :/
1. Hreinsa andlit og hendur! vel og vandlega
2. Taka þvottapoka og láta undir heitt vatn (ekki of heitt samt)
3. Þrýsta (léttlega) þvottapokanum á bóluna og í kring, ef þvottapokinn kólnar hitaðu hann þá aftur og halda áfram að setja þvottapokann á bóluna
4
. Ef lekið hefur eitthvað af vökvanum (bólan tæmst að einhverju leyti eða búin að oppnast) skaltu taka bómul/pappír og setja á putta á sitthvorri hendi
5. Þrýstu VARLEGA bómullarskífunum báðum megin við bóluna þangað til að hvíta dæmið er alveg farið og byrjað er að blæða smá.
6. Ef hvíta dæmið fer ekki/ bólan springur ekki skal endurtaka skef 2og3
ATH: ef að bólan springur ekki EKKI þrýsta fastar !!!!
7. Eftir að bólan hefur verið tæmd skal setja bómul á hana til þess að stoppa blæðinguna og leyfðu svo sárinu að vera alveg í friði í 2-3 min
8.Settu svo tóner eða eitthvað sótthreinsandi á sárið og settu svo rakakrem á allt andlitið og þú ert góð!
Það er hentugast að gera þetta á kvöldið því að maður verður alltaf rauður þar sem bólan var.
Finndu þér eitthvað góðan hreinsi fyrir húðina sem er sérstaklega gerð fyrir bólótta húð, spurðu konurnar í apótekinu. Ég er sjálf að nota dæmi frá nautrogena sem heitir visibly clear og er svona 2-in-1 face wash og 5 min maski.
Það sem ég geri áður en að ég fer að sofa:
Tekk af mér alla mállingu með hreinsmjólk eða makeupp remover klútum(er aldrei með meik, það gerir bólurnar svo mikklu verri)
Þvæ andlitið með face vash
Tek smá matarsóda (ég veit) og blanda við vatn og geri svo paste og smyr því að húðina og nudda mjög varlega og þvæ svo af. Matarsódinn virkar sem exfoiliator (skrúbb) fyrir húðina en er mikklu betra en öll hreinsiskrúbb því að hann er ekki jafn harsh á húðina og virkar mjög vel í að koma í veg fyrir og hreinsa fýlapennsla og bólur almenn.
Blanda saman vatni og ediki, rúmlega 50/50 en aðeins meira af vatni fyrst og svo getur þú alltaf blandað því sterkara eftir hversu oft þú ert búin að nota það, aldrei sterkara en 50/50 samt.
Matarsódin + edikið balancar sýrustigið(PH) á húðinni og gerir hana flottari og meiri frísklegri.
Svo nokkrumsinnum í viku brýt ég egg og skil hvítuna frá rauðunni og þeyti hvítuna og nota hana sem maska, þú lætur hana vera á þangað til hún þornar (ekki tala eða brosa á meðan, hún á að vera hörð) svo er líka hægt á eftir því að blanda saman rauðunni og hunangi (hráu!) og hafa á húðinni í svona 20-30 min
Hjálpar líka að setja þykkt lag af aloe vera geli á undan eggjagulu maskanum en passa að það sé nokkurnvegin farið inní húðina áður en að þú setur maskann á þig.
Eggjahvítunar minnka rauða í húðinni og minnka lit á örum og þurkar upp húðina (ef að þú ert með feita húð)
Svo þvær þú dæmið bara af og muna í lokin að skvetta smá köldu (ekki ísköldu) vatni framan í þig til þess að loka svitaholunum.
Svo setur þú næturkrem/dagkrem/rakakrem (fer eftir hvort að þú gerir þetta á morgnanna eða kvöldin)
Rakakremið frá gamla apótekinu er snild! þó að húðinn sýnist vera glansandi eftir að þú setur það á þá fitar kremið húðina þína ekki neitt.
Dagkremið sem ég nota undir púður er frá vichy og er í normaderm línunni (man ekki alveg hvað það heitir)
Næturkrem: líka frá vichy og er í normaderm línunni og það er mjög rakagefandi og á víst að vinna í því að minnka svitaholur.
Matarsódann, edikkið áttu aðeins að nota einusinni á dag, kvöldin eða morgnanna og þá í hin skiptin áttu bara að þvo andlitið og nota venjulegan tóner (tónerinn frá clinique er góður) og rakakrem.
Svo nota ég líka eitt krem sem heitir sudocrem (fæst ekki á íslandi en ef að þú átt einhverja ættingja sem eru að fara til útlanda biddu þá um að leita að því!!)
þetta er snildar krem, það er reyndar gert fyrir smábörn þegar þau fá svona nuddsár eftir bleijur en það virkar snildarlega á bólur, helmingar þær yfir nótt!
Það er mjög græðandi og svo er líka sink í því sem er jög gott á bólur.
Ég sit það alltaf állar bólur áður en ég fer að sofa. Þú verður mjög hvít í framan útaf því þannig að ég mæli ekki með því að nota það á daginn :D
http://www.sudocrem.co.uk/http://www.acne.org/sudocrem-reviews/269/page1.html - síða á ensku þar sem fólk með bólur setur inn reynslu sína af allskonar kremum inná síðuna, þetta er um sudocrem.
http://www.acne.org - elska þessa síðu, ef að þú skilur ensku vel þá mæli ég mjög með henni, í search leitaðu þá að einhverju kremi sem þú ert að pæla í að kaupa og athugaðu hvað fólk er að segja um það ;)
Svo er víst líka einhver bólufelari frá guerlein (rándýrt merki) sem á víst að vera bestur í heimi, hann er sótthreinsandi og er soldið eins og meik en þú setur hann yfir bólur og þær eiga að vera farnar eftir sólahring, fæst í hagkaup holtagörðum og laugum spa. Þar er að segja ef að það er ekki ennþá uppselt, mér var sagt að það kæmi ný sending eftir áramót.
Svo mæli ég með því að fara til húðsjúkdómalæknis, ég fór og fékk eitthvað krem sem heitir duac, ég setti það á allt andlitið og daginn eftir var ég öll rauð í framan, útaf þurkublettum og var þannig í VIKU að deyja í húðinni og ég prófaði ÖLL rakakrem en ekkrt virkaði en svo fór það og ég byrjaði að flanga Í ANDLITINU, þannig að ef að þú fær eitthvað þannig krem mæli ég með því að setja það bara á littla staði eða bara á bólur a.m.k fyst og sjá hvernig þú þolir það.
Ef að þú villt vita meira um afhverju þú færð bólur þá er google vinur þinn leitaðu bara að Acne.
Með matarræði hef ég ekki breytt neinu, drekk alveg jafn mikið kók og borða alveg jafn óhollan mat (samt hætt að borða transfitusýrurr) Samt er ég ekki með bólur lengur, þetta tengist eginlega bara hormónum og það þarf fleiri rannsóknir til þess að sanna að matur hafi einver áhrif!
Svo er ég byrjuð að drekka aðeins meira vatn þvi að það á að skola óhreinendi útur líkamanum, svo tek ég vítamín og lýis á morgnanna og tek líka in sink töflur.
Með bakið þá mæli ég að kaupa skúbb, bara eitthvað ódýrt líkamsskrúbb og grófan þvottapoka klút, sem er svona eins og hanski og skúbba bakið þegar þú ferð í sturtu, það er alltí lagi að skrúbba húðina þarna því að hún er mikklu þykkri og minna viðkvæmari heldur en andlitið.
Ég veit að þetta er
ógeðslega langt en mig langar bara að hjálpa því að ég veit hvað það er ógeðslega mikið pain að vera með bólur.
Vona að þetta hjálpi :)
ég get ekki sofnað… og leiddist…