ókei, ætla að reyna að hafa þetta ekki of langt -.-

Ég er semsagt stelpa, 13 ára og er alveg að verða brjáluð útaf öllum fjandans bólunum sem ég er með. Ég er með rauðar bólur sérstaklega á enninu, þarna hliðina á augunum (hjá gagnaugunum) og á kinnunum. Stundum koma einstaka bólur á nefið en það er ekki algengt hjá mér. Ég er með SJÚKLEGA marga fílapensla á enninu og nokkra á hökunni og ég verð að seigja að nefið mitt er bókstaflega einn risastór fílapensill! Þeir hafa verið svo lengi því ég var svo lengi að taka eftir þeim að það er ekki séns að ná þeim úr, sama hvað ég kreisti. Þeir eru ekki neitt brjálæðislega dökkir, en þeir sjást. Þeir eru alveg frá efsta hluta nefsins og alveg fram á hæsta punkt (fyrir ofan nasirnar) og ná niður báða nasavængina og undir nefinu (bara svona alveg uppvið). Stundum koma einn og einn inn í nefið og það er hræðilega vont. Hef reyndar lent í því að fá fílapensla í eyrun og einusinni fékk ég bólu þar. Það er verst í heimi!!
Ég er líka með nokkra fílapensla á bakinu.

Þetta er semsagt lýsingin á ástandi mínu, ég er með gleraugu og fæ stundum bólur undan púðunum. Ekki þægilegt.

Ég hef beinlínis prófað ALLT!!!
ég hef prófað;
-að hætta að borða nammi (hræðilegt)
-að hætta að drekka gos (tókst frá mars - júní, þar til ég gafst upp. hef samt ekki drukkið kók síðan í mars á seinasta ári…)
-drekka ótrúlega mikið vatn
-Eucerin scrub, rakakrem og hreynsikrem
-Nivea visage Young - peel soft! Mild scrum cream (er á því núna)

ekkert af þessu hefur nokkurn tímann virkað.
Ég er komin í áttunda bekk og þetta pirrar mig alveg hræðilega mikið. Það eru mjög fáir í árgangnum mínum með bólur, vinkonur mínar fá stundum eina og eina en aldrei eins mikið og ég.

Ég mála mig ekki neitt mjög mikið, nota dagkrem frá Nivea cisage young, svona fljótandi í túpu sem eg set bara í lófann og dreyfi um allt andlitið. Set eiginlega alltaf meik yfir og stundum freistast ég til að klína og maka á mig bólufelara um allt andlit. Svo að ég er bara þessi tíbíski unglingur …..

Mér líður hræðilega illa yfir þessu á hverjum degi. Ég vonast til að fá einhver svör!!


ps. mér tókst víst ekki að ná þessu stuttu eins og ég ætlaði mér, afsakið það …