skiptu bara út, t.d. getur alveg fundið mjög góða ávexti og grænmeti í staðinn fyrir þetta nammi og svona.
T.d. er mangó rosalea gott, kaupir þér þannig og skerð niður í bita og borðar. Gulrætur, svona litlar í poka eru æðislegt “snakk” með svona vogaídýfu.
Svo elska ég baunabelgi, fást í bónus og svona í litlum pökkum. Allt mjög hollt, allt mjög gott.
Svo er þetta bara sjálfsagi, þetta snýst um að viltu virkilega það sem þu vilt? Ef þú ert virkilega ákveðin þá geturðu það sem þú vilt. Það er erfitt að hætta að drekka gos í svona 2 vikur max, svo fer þér að finnast það vont á bragðið þegar þú smakkar þetta. Getur líka gert compromise, þú mátt drekka “hollt” gos, eins og Topp, kristal og þess lags, en bara ekki sykurfulla gosið eins og kók og svona.
Ég borðaði líka alltaf e-ð á kvöldin, áður en ég fór að sofa, sem er mjög óhollt. Ég ákvað bara að hætta því, og fæ mér vatnsglas í staðinn. oft þegar líkaminn gefur svengdarmerki er hann í raun þyrstur, og vatn fyllir magann líka svo þú finnur ekki fyrir svengd í einhvern tíma.
Ekki heldur borða mikið brauð, ef þú borðar mikið brauð, skiptu þá frekar yfir í hrökkbrauð, brauð er mjög kolvetnaríkt og það í miklum mæli getur verið mjög fitandi.