Fólk eins og þú pirrar mig, að þurfa að pirra sig á og skíta svo yfir stafsetningarleiðréttingar. Af hverju má fólk ekki bara hafa sínar leiðréttingar í friði?
Þetta var ekki einu sinni týpískt “leiðinda” leiðréttingarsvar hjá henni, hún dró bara athygli að því hvernig rétt væri að gera þetta án þess að segja það hreint út.
Auk þess getur vel verið að fólk skilji þetta alveg þó það séu tvö “n” þar sem á bara að vera eitt, en í þessu tilviki var þetta mjög augljóslega stafsetningarregla sem þráðarhöfundur einfaldlega kann/kunni ekki. Þess vegna var þessi leiðrétting mjög vel réttlætanleg, sérstaklega þar sem þráðarhöfundur gerir mjög fáar villur aðra en þessa sem leiðrétt var.
Ég á alveg rosalega erfitt með að skilja svona svör eins og þetta frá þér; þið eruð alveg jafn miklir “nasistar” eins og stafsetningar- og/eða málfræðinasistarnir sem þið skítið yfir. Þetta er ekkert annað en hræsni.