Af minni reynslu að dæma (og trúðu mér, hún er mikil) þá finnst mér bestu gerfiaugnhárin vera frá Ardell. Ardell augnhárin geturu notað aftur og aftur ef þú passar þig á því að þrífa þau eftir hverja notkun. Með því að þrífa þau er gott að nota bara svona babywipe og stjúka vel yfir þau, til þess að ná öllu lími og maskara af.
Einnig er gott að “peela”“ límið af eftir hverja notkun svo að þú sért ekki að hrúga lími á lím ;)
Hinsvegar, ef þú villt fá freaky augnhár eru mjög flott og vöndum augnhár í MakeUp Store og mæli ég klárlega með þeim :) Augnháralím sem reynst hefur vel er DUO. Þú getur bæði fengið það glært, svart og vatnshelt.
Muna…
Maskara augnhárin LÉTT OG LÍTIÐ áður en þú setur augnhárin á.
Setja mjög þunna rönd af lími á þau og passa að þú setjir alveg útá báða enda.
Láta límið verða ”sticky" áður en þú setur þau á þig.
Maskara núna alveg eins og þér lystir (mæli samt ekki með einhverju svaðalegum aðgerðum)og þá er þetta komið.
Ardell og DUO fást meðal annars í S.Gunnbjörnsyni, heildsölu í Garðabænum og eru á MJÖG viðráðanlegu verði ;)
Vona að ég hafi hjálpað.
It´s not easy having a good time, even smiling makes my face ache !