Ja, ég var líka alltof létt, og reyndi að fita mig. Ég fékk mér oft,(stundum 1x á dag) built up duft blandað í mixara með ís, mjólk, banönum og fleiru.
Annars fitnaði ég mest bara á því að borða ruslafæði og ís meira. Ekki holl aðferð samt og á þessu tímabili var ég búin að gefast upp á því að fitna og þá gerðist það.
Svo fór ég líka á pilluna, sem gæti hafa aukið matarlyst en ég hafði einmitt mjög littla matarlyst áður en ég byrjaði á henni. Langaði aldrei að borða neitt etc.
Lol en núna hins vegar er ég í öðrum aðstæðum. Búin að vera að passa mig að fitna ekki meira, og byrjaði í ræktinni í sept og er búin að vera í því annan hvern dag. Núna er ég greinilga að borða of lítið miðað við hvað ég brenni afþví núna er ég að grennast of hratt og er komin í 18 í BMI stuðli:/
Allavega, mitt ráð: Borðaðu þó þig langi alls ekki til þess. Píndu þig til þess að borða meira en þú vilt, það gerði ég og það hefur virkað(fyrir utan dæmi að ofan þegar ég gafst upp). Svo er bara að passa milliveginn, ekki verða alveg stjórnlaus í fitunninni og reyna bara að halda þér við eftir að þú ert komin í þína “ánægðu þyngd”. Ég tók nefnilega kannski viku í að fita mig og fitnaði þá um kannski 2 kíló, en svo ef ég borðaði illa í 2 daga var það farið aftur.
www.myspace.com/amandarinan