Hvar get ég fengið nærföt sem eru semi ódýr og ekki algert rusl og/eða forljót? Þarf bráðum að endurnýja alla brjóstahaldara og tími ekki að kaupa allt í La senza.
Takk. I'll need it. En hey, ef þú ert með brjóst í stærð 70A -75A er ég til í að selja þér böns af mjööög fallegum og nýlegum brjóstahöldurum (keyptir í júlí-ágúst). :)
En annars veit ég að Selena, búðin sem er fyrir ofan smáralind, í sama húsi og bílaapótekið, er að selja út nærfötin sín og eru með brjóstahaldara á 1900 og nærbuxur á 900;) ætla sjalf að kíkja eftir helgi.
Vá, tékka á því. Veistu hvort þau verði ennþá með það í kringum 20. des? Og þetta eru bara svona semi venjulegar skálar. Einn er reyndar óvenju lítill (samt svo flottur að ég lét mig hafa það, hehe) og svo er einn sem er svona óvenju stór, og hinir eru bara svona mitt á milli.
er ekki viss sko, held þeir séu bara að reyna að losna við allt, eru að auglýsa á fullu, en meina alltaf séns að þeir hafi eitthvað, hlýtur nú að vera, trúi varla öðru:) Ok skil með skálarnar, ég einmitt svona kaupi mér oft B og svo er einsog þeir víkki aðeins með notkun svo ég var einmitt að spá um daginn að prufa að kaupa bara a og leyfa honum að víkka aðeins niður…svo það ætti kannski að vera í lagi
ég ætla að segja þarna búðin í hafnarfirðinum ég keypti mér 2 góð nærfatasett þar og slatta af nærbuxum fyrir 6 þús kall. hún er á “göngugötunni” og heitir jb búðin eða eitthvað
Útsalan hefst yfirleitt rétt eftir áramót. Þú getur náttúrulega keypt þér eins og 2-3brjóstarhaldara núna og beðið svo eftir útsölunni. Btw, færðu aðgerðina í jólagjöf? Annars gætiru beðið um nærföt eða inneign í jólagjöf.
Nei, borga sjálf. Er svo dugleg, hehe. Jú, var að hugsa um að gera það bara, vesen samt að flestir sem ég get beðið um þannig dýrt eru nú þegar búnir að kaupa gjafir handa mér. Oh well.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..