Það sem fólk er ekki að átta sig á er að þótt Dior, sem Galliano hannar fyrir, framleiði “venjuleg” föt í dýrari kantinum er að John Galliano er haute-couture hönnuður og sérhæfir sig í algjörum öfgum og hlutföllum og sniðum sem virðast á skjön við náttúrulögmál. Það er það sem haute-couture gengur út á. Það á ekki að horfa á þau föt sem eitthvað sem þú mundir mæta í í skólann eða Kringluna, heldur á að líta á þetta sem listaverk, pæla í sniðum, litum og hvernig hin eða þessi samseting lítur út.
Burtséð frá því er líka hin “venjulega” tíska, fötin sem þú klæðir þig í dags daglega, en þau eru (allavega hjá mér) það sem er á tískupöllunum, í praktískari útgáfu. Vivienne Westwood hannar geggjaðar peysur, ég geng í heimaprjóni í svipuðum litum. Marc Jacobs tilkynnir endurkomu ökklastígvélanna, ég kaupi þau í Zöru á einn þúsundasta af verðinu. Ef ég ætti endalausar milljónir væri fataskápurinn minn fullur af “ready to wear” línunni þeirra, með nokkrum couture hlutum inn á milli. En málið er að ég er ekki þannig.
Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að á meðan couture tískan er ekki til þess að ganga í er hún oft ótrúlega falleg, þótt hún komi ekki úr Sautján eða Hot Topic. Hinsvegar er hálfgert “goth æði” að grípa um sig í tískuheiminum og allar fyrirsætur með svartan varalit eða heavy augnmálningu.
Og ég vona innilega að fólk fari að vanda sig pínu í svörum. Það er ekkert að því að segja sína skoðun en þegar þú hefur ekkert uppbyggjandi til málanna að leggja má alveg taka sér fimm mínútur, hugsa málið aftur og athuga hvort þú hafir ekki séð eitthvað fallegt eða öðruvísi við myndina. Tíska þarf ekkert alltaf að vera falleg, hún þarf bara að hafa áhrif á þig.
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,