Þá svara ég bara eins og á hinum þræðinum. Það eru ákveðnir þættir sem er einfaldlega vitað að hrífa karlmenn. Flest af þessu er samt eitthvað sem konur reyna að gera ómeðvitað og karlar hafa ekki hugmynd um að þetta eru þau atriði hrífa þá.
Hlutfall á milli mittis og mjaðma ætti að vera lítið, eða um 0.7 (borgar sig að klæða sig þannig að þetta hlutfall sé ýkt ef konur eru ekki með mjög mjótt mitti miðað við mjöðm). Þetta er vísbending um frjósemi, það sama gildir um brjóst. Barmgóð kona er líklega frjósöm. Karlmenn hrífast að jafnaði af konum með ljóst hár vegna þess að það er auðveldara að koma auga á líkamlega kvilla (þurrt og slitið hár) þegar það er ljóst. Konur eiga mikið við hárið á sér vegna þess að karlar sjá heilbrigt hár sem heilbrigðisvottorð. Flestir karlmenn vilja að konurnar séu minni en þeir, annars fá þeir minnimáttarkennd (þ.e.a.s. ef þú ert svipað há og biðillinn ekki ganga í háhæluðum skóm þótt þér finnist það flott). Barnsleg eða ungleg andlit hrífa karlmenn (stór augu, mjúk húð og þrútnar varir), það er ávísun á frjósemi og meiri möguleika á mörgum börnum. Hvað varðar föt eða hárstíl að öðru leiti er það algjörlega persónubundið nema hvað eitt varðar; rauður litur gerir konur meira aðlaðandi í augum karlmanna. Þá er ég ekki að segja að konur eigi alltaf að ganga í rauðum snípstuttum kjólum, en ef ætlunin er að hrífa karlmann eru rauð undirföt mjög sniðug. Á stefnumóti eða öðrum hittingi má notast við rauðan varalit, rauðan hálsklút eða eitthvað þess háttar. Ef ætlunin er að hrífa ákveðinn karlmann á ákveðnum dansleik þá ferð þú í rauðan kjól, ýkir brjóstastærðina og sveiflar mjöðmunum. Karlmenn hrífast frekar að konum sem eru móðurlegar, þ.e.a.s. sýna umhyggju o.s.frv.
Þetta er að sjálfsögðu ekki greypt í heilabúið á okkur. Persónulega er ég hrifnari af dökkhærðum eða rauðbirknum háralit en ljósum. Ég er líka ekkert sérstaklega fyrir ofur stór, sérstaklega gervileg brjóst. En ég vel mér ekki stelpur eftir því hvort hún er mikið fyrir að ganga í kjólum, hvort hún fylgir einhverjum nýmóðins stíl eða er algjör punkari. Mér finnst gáfaðar stelpur hins vegar einstaklega kynæsandi, ef ég sé þig diffra eða lesa skáldsögu eftir Victor Hugo þá á ég vafalaust eftir að reyna við þig. En það er kannski bara ég.
Bætt við 23. nóvember 2008 - 04:12
Já, og af því að enginn annar var búinn að segja það þá fer nekt flestum konum best.