það er ekki “mesta vitleysa í heimi” eins og þú segir að sykur hafi áhrif á húðina, þar sem það er staðreynd. hinsvegar sagði ég aldrei að það væri algilt, eða að það væri eina ástæðan fyrir bólum. hins vegar er mjög gott ef það reynist vera ástæðan, þar sem það er minna vesen að sleppa sykri og óhollu fæði heldur en að fara á lyf, sérstaklega lyf sem hafa áhrif á hormónastarfsemi líkamans.
heldurðu að það sé ekki auðveldara fyrir manneskju að sleppa sykri og þess háttar í stað þess að fara að fokka í hormónunum. mér finnst persónulega að lyf eigi ekki að vera það fyrsta sem fólk leitar í, en það er jú persónulegt álit mitt..
en ég er, jú alin upp af læknismenntuðu foreldri þannig að ég veit alveg hvað þú ert að tala um.
varðandi ummæli þín um spritt og oxy þá er spritt sótthreinsandi, og í mörgum tilvikum þá geta óhreinindi í húð orsakað bólur.
það er ekki algilt að bólur stafi af feitri húð -
ég er með þurra húð og fæ samt bólur. finnst það of mikil alhæfing af þinni hálfu, enda erum við öll mismunandi, og samt fá flestar okkar bólur - líka grænmetisætur, enda er alveg fita og sykur í ávöxtum og grænmeti. góð dæmi eru t.d. þurrkaðir ávextir eins og döðlur, rúsínur og t.d. eru fræ og hnetur forðanæring plantna og innihalda þar af leiðandi fitu. hitt má benda að ávaxta sykur og slík fita gæti verið betri fyrir líkamann.
þegar þú talar um að þegar þú farir á túr, þá fáirðu frekar bólur, þá jú eykur hormónamagnið líkurnar… en hvað er það sem flestar stelpur finna fyrir á þessum tíma? nartþörf, súkkulaði þörf og eitthvað í þá veru.. dettur þér í hug að þetta tvennt tengist ekki :)
vil líka benda þér á að hugi.is er vettvangur fyrir skoðanaskipti, og 90% af álitum fólks hér er byggt á persónulegum skoðunum, og út frá reynsluheimi fólks, og þegar fólk svarar þá er það byggt á því. hér og annars staðar mun fólk vera ósammála þér, og þú ósammála því.. besta leiðin út úr því er að læra að rökstyðja mál þitt án þess að skella fram alhæfingum og sleggjudómum, sem gera ekkert nema veikja mál þitt.
I don't believe in low fat cooking