Kasakstan og lönd í afríku er með meiri fjárhagsstöðuleika en Ísland. Ríkið var að setja fram frumvarp sem gerir ríkinu mögulegt að ríkisvæða bankana, því að einhverjir eru komnir í gjaldþrot. Þú hefur ekki hugmynd um hvað ástandið er alvarlegt. Það sem lýsir því sennilega best er að nú um helgina var ekki víst hvort bankarnir/ríkið hafði farið á hausinn, en hafði það gerst hafði þurft að fá lán erlendis frá, sem er ekki sjálfgefið að hefði fengist. Ef að það lán ekki fengist hefði ísland farið á skrá yfir þróunarríki(vegna fátæktar) því að krónan er ekki neins virði (tek fram að hún er enn í frjálsu falli). Það sem er hræðilegt við þetta er að á tímabili var möguleiki á að þetta myndi gerast.
Ef að þú er með þína eigin kennitölu á huga þá reikna ég með því að þú sért nemi. Þú finnur kannski ekki fyrir kreppunni þar sem að þú ert af þeim þjóðfélagshóp sem kreppan hefur hvað minnst áhrif á þar að þú (líklegast) átt engar eignir og lítið fé. Hinsvegar er fólk að verða gjaldþrota þar sem lán hafa hækkað svo að ekki eru til peningar til að borga af þeim, það er kreppa.