Getur einhver sagt mér frá einhverju góðu andlitskremi? Bara svona venjulegu dagkremi til að húðin verði ekki þurr.
Ég er að nota Nivea núna, en ég heyrði einhverntímann um daginn að ég ætti ekki að vera að nota það og að það væri slæmt fyrir húðina. Veit einhver hvort það sé satt og afhverju?
Já, samt finnst mér það ekkert svo dýrt miðað við hvað það endist lengi. Mitt er allavega frekar þykkt þannig að ég þarf ekkert mikið af því í hvert skipti. :)
Ég nota rakakrem frá Vichy (held að það sé skrifað svona) en það fæst bara í apótekum. I love it, hef aldrei notað svona gott rakakrem áður. Getur fengið fyrir þura húð, mjög þura húð og með eða án olíu.
Er búin að sjá að þú ert búin að fá fullt af svörum og góðum tillögum um krem. Það væri samt best fyrir þig að fara út í búð og biðja afgreiðslugonuna um krem sem hentar þinni húðgerð vel. Sjálf nota ég frá Shiseido en er að fara að skipta yfir í Gamla apótekið einfaldlega vegna þess að ég get fengið 3-4 túbur af því fyrir eina Shiseido. Ég heyrði líka einu sinni að Nivea vörurnar væru ekki góðar vörur, fékk ekki rökstuðning. En þá hætti ég að nota Nivea andlitskrem og húðin mín varð betri við það, ekki eins feit og þannig. Gangi þér vel:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..