Já þannig er mál með vexti að mig vantar eitthvað við baugum, krem eða eitthvað sem vinnur á þeim. Er búin að fá lítinn svefn þessa viku og þeir eru orðnir enn meira áberandi þannig ég þarf nauðsynlega hjálp :)
Hér eru nokkur ráð sem að ég hef sankað að mér í gegnum tíðina.
*Það er rosalega gott að bleyta bómul með köldu vatni og setja hann örstutt í frystinn, nota hann síðan til að íta á baugana undir augunum á þér og í kringum.
*Bera Aloe vera gel/vaselin undir augun áðurenn þú ferð að sofa. Getur í raun notað Aloe vera undir augun hvenær sem er líka.
*Leggja gúrkur á augun er alltaf gott líka.
*Taktu þér kaldar sturtur á morgnanna:)
*Svo er best að sofa á bakinu ef þú vilt koma í veg fyrir bauga.
Nokkur ráð. *Láttu teskeið í ísskápinn í nokkrar mín og legðu hana við baugana. *Ekki drekka kaffi né kók *Sofðu frekar á bakinu en maganum *Mjög góður baugahyljari fæst í lyfju í kringlunni, eye brightener frá bobby brown.
Okay, tja þú getur prufað að setja gyllinæðakrem i hárið á þér og majó undir augun, efast samt um að það hafi áhrif, en kremið undir augun virkar, prufaði það sjálfur, mundu bara stutt í einu
baugar koma oft líka vegna skorts á K vítamíni. Ég keypti mér brilljant krem sem inniheldur massamagn af K vítamíni. Snilld. Getur tékkað á aprótekinu…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..