Það fer eftir stærð þinni, tartaninu(munstrinu) og auðvitað efninu sem að það er gert úr. Þú átt að geta fengið gott pils úr ull á umþaðbil 20.000 þús kall. Það er auðvitað ekta. Svo eru margir sem að segjast eiga ‘ekta’ pils en eiga í raun svona ferðamannadrasl sem að er framleitt í pakistan. Svo geturu líka fengið þér pils úr PV (poly viscose) en það er nokkurnveginn blandað efni sem að er voða svipað og ull en það má þvo í þvottavél. Mín skoðun er sú að ef að maður vilji ganga í skotapilsi með ákveðnu tartani einhverjar ættar ætti maður allaveganna að vera búinn að kynna sér ættina eitthvað. Maður á að bera virðingu fyrir flíkinni en ekki vera í henni sem bara ‘eikkað flipp’.
Bætt við 19. september 2008 - 18:34
Já gleymdi aðal spurninguni. Eg held að það sé hvergi hægt að fá ekta pils hér á landi en þú getur auðveldlega pantað það á netinu eða einfaldlega úti í skotlandi. Ekta pilsið eru sérsaumuð á manneskjuna svo að þú verður að mæli þig og segja akkúrat hvernig þú villt hafa pilsið og það er oft erfitt að gera það í gegnum tölvu. Síðan þarftu að sjálfsögðu aukahlutina; sporraninn, belti, kilt pinann og sokkanna. Þetta er ekki ódýrt og það er frekar kjánalegt að gera svona í ‘flippi’. Ég vona að þú sért að leita að alvöru dóti svo að ég gaf þér alvöru svar.