Sæl veriði öllsömul

Í þessum þræði ætla ég að fjalla um vandamál sem tengist hárinu mínu.
Réttara sagt, krullum.

Mikið ÞOLI ég ekki krullurnar í hárinu mínu! Þær eru að gera mig geðveikan. Er einhver leið til að slétta hárið… permanently? Afsakið ef það er einhver mega augljós leið en ég
fylgist ekki mikið með tískuheiminum hehe. :P

Já, aðrir vinir mínir sem eru smá krullaðir lýsa því þannig að þegar hárið bleytist þá verði það mega krullað… en það er einmitt öfugt við mig! Það verður flatt upp á 1 mm við bleytu, en breytist í LOFTAÐ, KRULLAÐ hár. Og krullurnar eru líka mjög sterkar. Það virkar ekki að setja gel í það, hvers konar rugl er það?

Þær eru það sterkar að þær “brjóta” gelið og fara í sýna upprunalegu stöðu…

Takk takk

Bætt við 25. ágúst 2008 - 21:12
Já, og svo má bæta við að þetta var ekki svona þegar ég var yngri. Þá var það slétt.

Getur verið einhvert næringarleysi í hárinu? Ég finn að það er alltaf MJÖG þurrt, nærri því oddhvasst…u know what i mean