Undanfarið hef ég verið að pæla í einum hlut:
Af hverju hata flestir reebok skó svona mikið?
jújú þessir mylittlephonylituðu reebok skór eru ljótir, blúndaðir gylltir og þannig drasl eru líka ljótir(enda væru allir skór með ömmublúndum eða barbíbleikum liti ljótir), en inn á milli eru þetta alveg ágætir skór(að mínu mati)
en svo þegar maður kíkir á huga þá eru þvílíkar alhæfingar um að skórnir séu ljótari en hálfrotnað hundslíki.
Kannski er ég bara það gömul og það cool að taka aldrei eftir útskýringum á huga af hverju skórnir séu svona ljótir en mér þætti gaman að fá að vita af hverju svona margir eru á móti þeim.