Ég á pantaðan tíma í klippingu og jafnvel litun í næsta mánuði… Ég er á báðum áttum hvort ég eigi að lita á mér hárið því ég hef ekki gert það í bráðum 2 ár. Ég er núna með minn náttúrulega hárlit sem er dökkbrúnn en þó með þessum týpíska músagráíslenskatóni, en þá bara í ákveðinni birtu.
Stundum elska ég litinn á hárinu á mér og stundum fer hann ferlega í taugarnar á mér.

Þegar ég litaði það þá litaði ég það dökkbrúnt (dekkri en ég er með núna) og fýlaði það alveg vel.. En ég fýla líka að vera með ekkert “eitur” í hárinu á mér.

Fyrst ég er ekki búin að lita það í 2 ár á ég að “eyðileggja” það með því að lita það aftur?

Allir kostir og gallar vel þegnir :)