Ég veit að fólk hefur mismunandi skoðun á þessu. En ég ætla að segja þér frá minni reynslu í þessum málum og hvað hefur reynst mér vel og hvað illa. :)
Það mikilvægasta til að koma í veg fyrir frekari bólumyndun er þvottur. Þú verður að þvo húðina þína kvölds og morgna. Þú getur bleytt þvottapoka og þvegið húðina bara með vatni, en það eru líka tveir aðrir kostir.
Þú getur keypt svona fljótandi sápu sérstaklega gert til þess að losna við bólur. Ég hef reynslu af tveim degundum.
ustralian Bodycare -Facial Wash
Lítur svona út:
http://www.wwsm.co.uk/body-beauty/products/TOL58232.gifog Oxy -Face Wash
Lítur svona út:
http://www.blushingbuyer.co.uk/product_images/Medium/990440;Warehouse;Warehouse.jpgÞetta bæði hefur reynst mér mjög vel en þó er munur á þessu tvennu. Þetta frá Australian Bodycare er með svokallaðri ,,Tea Tree Oil“. Hún er mjög góð fyrir bólurnar (lætur þær fara) en hinsvegar þurkar hún líka upp húðina. Svo hún hefur líka sína galla. Einnig finnst mér betri lykt af Oxy…það er eiginlega bara lyktarlaust en hitt frá Australian BodyCare er með lykt. (lyktin kemur af þessari Tea tree oil.)
Þessvegna mæli ég frekar með að þú fáir þér svona Oxy face wash. En kaupi þér annað með Tea Tree oil. Þá hef ég góða reynslu af ”On the spot stick" frá Australian bodycare. Þetta er svona lítið stifti með vökva í og er gert til að setja á stórar ljótar bólur. Semsagt, þú átt ekki að bera þetta á allt andlitið heldur bara einstaka bólur. Þetta hefur líka virkað mjög vel hjá mér. Það eina er að það er mjög sterk og vond lykt af þessu. Ég er búin að venjast lyktinni og ber þetta bara á mig fyrir svefninn :) Semsagt, ekki bera þetta á þig þegar þú ert að fara eitthvað út :)
Annars lítur þetta svona út:
http://www.gordons-chemists.com/images/prod/aus-bodycare-spotstick-main.jpgÞó er það tvennt sem ég vil benda þér á. Þó að þvottur sé mjög mikilvægur fyrir húðina má ekki heldur þvo hana of oft. Ég mæli með að á morgnanna strjúkir þú létt yfir hana með blautum þvottapoka bara með vatni. Á kvöldin ættir þú svo að nota Oxy, Australian bodycare face wash eða eitthvað annað gert til þess að minnka bólumyndun. Svo ættir þú eitt og eitt kvöld (bara einstaka sinnum) að sleppa því að þvo hana því of mikill þvottur ýtir bara undir frekar bólumyndun því þá fær húðin ekki frið til að jafna sig og anda í friði.
Annað atriði er, að það er ekki til nein ,,töfralausn“ gegn bólum. Það er ekkert til sem lætur bólurnar hverfa nánast strax. (ekki eina nótt eða svoleiðis) það tekur bólurnar alltaf nokkra daga að hverfa. Bara mis-marga eftir því hvort þú berð þetta dót á þig eða ekki. Þvotturinn kemur líka í veg fyrir frekari bólumyndum sem er eitthvað sem þú vilt (augljóslega) :)
Ég er ekki búin að lesa hin svörin en þú sagðir að sumir segðu þér að fara til læknis aðrir ekki.
Ég fór einu sinni til læknis og svona í leiðinni sýndi ég honum bólurnar og hann lét mig fá eitthvað gel til að bera á þær. Hann ætlaði að gefa mér krem en það var ekki til svo ég fékk gel. Það var allt í lagi. Þegar ég bar þetta á bólurnar voru þær mjög fljótar að fara en hinsvegar þá þurkaði þetta svæðið líka mjög mikið.
Jæja..þetta er allavegana mín reynsla svo þetta er allt satt sem ég er að segja þér :) Ef þú reynir þetta (og fleira) og ekkert virkar ættir þú að fá hjálp frá fagmanni. Húðin er mismunandi eftir einstaklingum en þetta hefur allavegana reynst mér mjög vel :)
Gangi þér vel í baráttunni við bólurnar!
Kær kveðja, Stjarna4
P.S. -Eitt að lokum, þú mátt alls ekki kreista bólurnar! Ef það er ógeðslegur gröftur úr þeim og þér finnst eins og þú verðir bara að sprengja, skaltu þvo þér vel um hendurnar, kreista bóluna og svo bera eitthvað á hana. (Spritt eða þetta ”On the Spot" frá Australian Bodycare) Fýlapensla máttu hinsvegar kreista, en sama sagan gildir samt með þá. Verður að vera hreinn á höndunum og bera eitthvað gott á svæðið eftir á. Það er best að kreista fýlapenslana þegar þú ert búinn í heitri sturtu eða búinn að vera í heitri gufu :)
Bætt við 11. ágúst 2008 - 21:38 Já, ég gleymdi.
Þetta facial wash, bæði Oxy og Australian Bodycare virkar þannig að þú bleytir húðina smá, berð þetta á þig og skolar svo vel af með þvottapoka. Svo þegar þú þværð húðina er best að gera það með frekar heitu eða volgu vatni og svo köldu eftir á. Heita vatnið opnar fyrir svitaholurnar en kalda lokar fyrir þær. Þannig það kemur í veg fyrir frekar bólumyndun :)