Ástæðan afhverju húðin verður svona þegar þú situr á þig meik yfir nefið er oftast því að það er mikill þurkkur í húðinni og mjög væntanlega hún sé skítug.
Ef þú þrífur meikið af í hvert einasta skipti sem þú málar þig og tekur það af með góðum hreinsi og vatn yfir og notar næturkrem ef húðin er virkilega léleg þá ættiru að komast í gott horf.
Hinsvegar ættiru að kaupa þér skrúbb, þá er það spurning hvernig húð þú ert með, ef hún er bara þurr á nefinu og enninu og á öðrum stöðum feit þá mæli ég með sterkum andlitsskrúbb. Hinsvegar ef þú ert með viðkvæmi húð t.d. eins og ég er með þá mæli ég með skrúbb sem er með agnarsmáum kornum og ertir húðina ekki eins mikið.
Hinsvegar ef við förum yfir meik-in þá eru til margar margar gerðir af meikum. Þá er þetta húðin líka.
Feit húð mæli ég með kökumeiki og mjög gott púður yfir. T.d. Maybelline dream matte mousse þeir eru æði og getur ekki gert neitt vitlaust með þeim ef maður á réttan bursta.
Svo t.d. þurr húð þá er ég mikið í superstay silky frá maybelline líka. Það er með kremi á móti en áferðin er oft ekki sem ungar stúlkur vilja. Svo eru L´oréal með mjög góða farða.
En þetta fer allt eftir húðinni, þannig rosalega gott ef þú ferð í búðir eins og hagkaup og passar það að manneskjan sýni þér allt. Gott að fara á laugardögum því þá er oftast eitthver frá fyrirtækinu sem getur sýnt þér og kennt þér og allt það.
En persónulega þó mér er kennt að tala aldrei illa um nein fyrirtæki þá er mikið talað um það að body shop fínar vörur svosem, en förðunarlega séð ekki svo frábærara. En oft eru þessir dýrustu merki ekkert heldur það besta sem er til á markaði. Og svona bara svo fólk viti það þá á L´oréal helstu stærstu merkin í heiminu eins og Biotherm, Diesel, Garnier, Helena Rubinstein, Lancome og reyndar body shop
“To the world you may be one person, but to one person you may be the world.”