1) Það útlit sem tískuhönnuðir ákveða að sé tíska
2) Sú skoðun sem fólk hefur hverju sinni á því havð er flott
3) Það sem flestir kaupa
4) Bábilja
5) Lífsviðhorf
6) Og svo þar fram eftir götunum
það eru til ótal útskýringar á því hvað tíska er, ég persónulega er ekki manneskja sem fylgi henni að neinu leyti og hef aldrei gert (og mun væntanlega ekki gera). Ekkki það að ég sé andvíg henni, en ég er henni samt ekki hliðholl. Mér finnst til dæmis synd og skömm að því þegar ég sé kvenfólk klæða sig og haga sér líkt og þær væru glyðrur, og mér finnst þetta vera mjög algengt núna. Kjólar sem eru það efnislitlir að það væri varla hægt að gera úr þeim sokk, bolir sem eru enn efnisminni…
ég er á því að stelpur ættu að hugsa meira um það hvaða skilaboð þær senda frá sér áður en þkær fara út á lífið. Velja sér föt sem hæfa veðurfari eilítið betur og reyna að líta ekki út eins og þær séu að reyna að selja sig.
Þannig vill til að ég hef sambönd í hótelbransanum á Íslandi. Þekki mann sem hefur unnið um þónokkuð skeið í mótöku á hóteli í Reykjavík. Hann hefur oft orðið var við atvik seint á kveldin sem eru nokkurnveginn á þessa leið:
Ungur maður, erlendur er gestur á hótelinu. Hann tekur sig til um helgi og fer út á lífið. Hann kemur til baka einhverjum stundum síðar og nokkuð við skál. Með honum er ung íslensk stúlka, haugdrukkin. Þau fara saman upp á herbergi til mannsins. svona sirka tveimur til fjórum tímum síðar stormar hún út, oftar en ekki tautandi um það í áfengisvímunni að hún sé nú engin hóra og geti bara sofið hjá þeim sem hana lystir!
Þetta hefur gerst oft, að hans sögn. Svona eins og eitt tilvik hið minnsta yfir helgi. Þetta finnst mér segja sína sögu.
Nennið þið að hugsa vel um ykkur stelpur?<br><br>“Johnny Bravo pisses on my floor! That's right, I've got a floor. So what, so what, so what!”
NOFX, Linoleum