Fegurð er stöðluð ímynd en einnig afstætt hugtak. Það finnst ekki öllum sömu hlutirnir fagrir.
Ég gæti nefnt sem dæmi bikinimódel. Það eru örugglega flestir sammála um að flestar þeirra eru í raun fallegar. Enda er sú fegurð stöðluð ímynd.
Svo aftur á móti, ef maður myndi fara að tala um að önnur manneskja væri falleg og væri nánast fullkominn þá væri ekki eins líklegt að fólk væri sammála um þau orð enda er það afstæð fegurð.
Ef ég tek sem dæmi “Hollywood liðið” þá eru sjálfsagt flestir sammála um að Marilyn Monroe hafi verið fögur leikkona, enda urði ákveðnir fegrunarstaðlar til vegna hennar.
Í dag eru stúlkur eins og Lindsay Lohan, Paris Hilton, Brittany Murphy, Pamela Anderson og Angelina Jolie taldar vera meðal fegurstu konum heims en það eru samt ekki allir sammála um það. Mér finnst til að mynda margar leikkonur flottari en Lindsay Lohan, samt get ég viðurkennt að hún er alveg myndarleg.
Þess vegna hef ég oft reynt að kynnast innri persónu fólks sem ég kynnist, þá á ég bæði við karla og kvenna vegna þess að það er oft sagt að fegurðin kemur að innan en ekki utanfrá.
Það er með réttu semsé hægt að vera falleg án þess að vera eitthvað augnayndi enda eru allir fallegir á sinn hátt og það er alltaf einhver þarna úti sem finnst þú vera falleg/ur, jafnvel þótt þú vitir það ekki einu sinni sjálf/ur.