Nú er ég að taka sjálfa mig í gegn, bókstaflega! Og það á við um allt; mataræði, útlitið, sjálfstraustið og mín líðan os.frv. og er núna nýkomin úr klippingu (eða já fyrir 2 dögum) og litun og plokkun á og komin í prógram sambandi mataræðið.

Núna langar mig að lostna við þessa helvítis fílapennsla á nefninu og hökunni og mig langaði að vita hvort einhverjar hérna hafi farið í húðhreinsun og hvort þetta sé að virka? Ég er búin að googla þetta allt saman og verðið er á bilinu 4500-6500 og svo bjóða sumar snyrtistofur upp á rafræna húðhreinsun, en það er ekkert útskýrt frekar, veit einhver hvað felst í svoleiðis og er einhver munur á gæðum hvað varðar verð?

kv.

immurz!

Bætt við 11. júlí 2008 - 13:55
þetta “á” á ekki að vera þarna í litun og plokkun setningunni :Þ