Hversu ánægð/óánægð eruð þið með útlit og vaxtarlag ykkar?
Hvað eruð þið ánægðust með og hvað óánægðust?
Bara smá forvitni í mér, ég var alltaf mjög ósátt við sjálfa mig þangað til bara nýlega er ég farin að sætta mig við það að ég er með læri og rass og byrjuð að nýta mér það bara í stað þess að reyna að fela það.
Mér líður miklu betur þegar ég er sátt við sjálfa mig :)
Bætt við 10. júlí 2008 - 23:41
Segi kannski frá sjálfri mér fyrst allir eru að því ;D
Ég er óánægð með:
-Að stundum er ég með smá bumbu, yfirleitt þó ekki það mikla að ég nái ekki að draga hana inn.
-Mér finnst rassinn minn stundum óþarflega stór miðað við að ég er bara 163 cm á hæð (en um leið er hann það sem mer er oftast hrósað fyrir :P)
-Ég er með stutta fætur sem láta rassinn virka enn stærri.
-Ég er með læri (ekkert mjög stór en samt..) og ég hataði þau einusinni, en nú er ég bara frekar sátt, fínt að hafa línur.
-Vinstra augað mitt er minna en hægra :( það tekur held ég reyndar ENGINN eftir því nema ég!
-Ég fæ stundum undirhöku
-Mér finnst ég ljótari þegar ég brosi en þegar ég er alvarleg
-Hárið mitt er ALLTAF óþolandi.
En mér finnst þetta samt ekkert stórkostlegir gallar, bara svona smáhlutir sem mest ég tek eftir..
Ég er ánægð með:
-Andlitsfallið mitt í heild
-Hendurnar á mér og handleggina
-Litlar lappir (s.s. nota litla skó og finnst það æði:p)
-Fínustu brjóst
-Rassinn er í rauninni mjög fínn
-Ég tek mig vel út í bikini þótt ég segi sjálf frá :p mér líður betur í bikini en fötum því rassinn og brjóstin njóta sín betur þar hehe
-Og bara svona á heildina litið er ég bara ágæt :D
Og ég skammast mín eiginlega ekki fyrir að viðurkenna að ég sé sátt yfir höfuð því þannig á það að vera ;D þarf ekkret að þýða að maður sé e-ð egó :)
nei