Sko, ég var að skoða hérna Huga og það eru margir þræðir þar sem stendur; Hvort ert þú þessi týpa eða hin? og margir svara; ég er einstök/einstakur, alltof margir.
Einhver sem segist vera einstakur, er venjulega í einhverjum fjöldaframleiddum fötum sem fólk gengur í allstaðar.
Kannski segir þessi manneskja að hann/hún klæðist fötunum öðruvísi, en hvernig er hægt að klæðast þeim öðruvísi?
Ein leið til þess er t.d. að ganga í bol öfugum, fara í vitlausa erm og gera eitthvað þannig, en það er bara mjög erfitt að ganga í fötum þannig.
Einhver sem gengur í svörtum niðurþröngum svörtum buxum, hljómsveitarbol, með studded belti, og þannig segist líklega vera einstakur.
En sko það eru mjööög margir sem eru nákvæmlega þannig.
Ég þekki bara örfáar manneskjur sem ég myndi virkilega kalla einstakar, og það eru manneskjur sem virkilega leggja sig fram að finna eitthvað nýtt og frumlegt, t.d. að búa til sín eigin föt/breyta fjöldaframleiddum fötum og þannig.
Ég vil ekki vera leiðileg eða neitt þannig, en ég fór bara að hugsa um þetta og ég veit margir eiga eftir að vera fúlir og segja eitthvað eins og; Já, en ég er samt einstök, ég geri þetta og þetta og blablabla.
Mér er alveg sama (:
Langaði bara að koma þessu á framfæri.