Ég hef mikið verið að velta fyrir mér týpum… það getur bæði verið jákvætt og neikvætt að flokka fólk undir ´týpur´.
Heimurinn er fullur af fólki sem er hægt að flokka sem ákveðnar ‘týpur’. Það er ekkert slæmt, og það að vera kallaður týpa er það sama og að vera kallaður mikill persónuleiki. Sem er frábært!
Ég hef lent í því að vera spurð ,,hvort ertu emó eða hnakki??´´… uu, ég held ég sé hvorugt… ,,bíddu, ertu þá artí?’’ Bíddu halló! Þarf maður að vera e-r ákveðin týpa? Aldrei hef ég tekið meðvitaða ákvörðun að núna með þessum degi þá ætla ég að vera e-r ákveðin týpa.
Mér finnst þetta samt ansi áhugavert svo ég ákvað að komast að því hvaða týpa ég væri. Niðurstaða: Hippi, nörd, artý, vandræðaunglingur(veit nú ekki með það..xP)
En hey! Hvaða skoðun hafið þið á að skipta fólki
niður í týpur, og hvaða týpur haldiði að þið séuð??
..;)
e.s.: ég veit að það er nýbúin að koma grein um týpur en komiði samt með álit :)
,, pant vera þyrnirós svo ég geti sofið að eilífu :) …''