fann þetta inná harlenging.com
Meðhöndlun
Meðhöndlun hárs með hárlengingu
Hárið sem sett er í þig er 100% ekta mannshár, sem má meðhöndla eins og þitt eigið. Festingarnar eru mjög sterkar og þola mikið en auðvitað er best að fylgja ákveðnum leiðbeiningum við meðferð hárlenginga. Það er mjög mikilvægt að hugsa vel um hárið og fylgja settum leiðbeiningum til að halda hárinu heilbrigðu.
Þegar þú kemur í lengingu þarftu að vera með nýþvegið hárið, bara með sjampó-i og mátt ekki nota næringu eða nein efni í hárið. Það þarf einnig að vera alveg þurrt.
Eftir lengingu þarf að hafa eftirfarandi í huga:
Gott er að bíða með að þvo hárið í sólarhring eftir að hárið er fest í. Þegar þú þværð hárið skalt þú forðast að nudda mikið hársvörðinn og best er að bera sjampó og hárnæringu í hárið með því að strjúka niður lokkana, eins og þú sért að greiða þér.
Þú átt ekki að þurfa sérstök efni í hárið en best er að hafa í huga að það sem þú notir sé ekki með olíu né ávaxtasýrum og ALLS EKKI nota sjampó sem eru sérstaklega fyrir ljóshærða, það inniheldur efni sem lýsir hárið og getur farið illa með það.
Mikilvægt er að næra vel á sér hárið með góðri djúpnæringu, Tigi S-Factor serious næringin er td mjög góð, einnig mæli ég með Redken Extreme sjampói og næringu sem hentar rosalega vel í lengingar.
Ekki er mælt með notkun á “Volumizing” sjampói í hárlengingar. Það getur aukið á flækjumyndun og þú skalt forðast slík sjampó.
Ef þú forðast að setja hárnæringu yfir sjálfar festingarnar þá hjálpar það til við að halda þeim föstum lengur. Nærðu samt endana á hárinu, helst við hvern þvott.
Sofðu með hárið í fléttu, annað hvort einni eða tveimur. Þannig kemur þú í veg fyrir að það flækist. Einnig skalt þú ALDREI fara að sofa með blautt hárið.
Gott er að ganga með lítinn bursta í veskinu og þegar þú greiðir þér þá verður að byrja að greiða neðst og greiða síðan upp hárið. Til að koma í veg fyrir slit er líka gott að halda við hárið uppi við rótina þegar greitt er í gegnum það. Svínshára burstar eru oft orðaðir við hárlengingar og er mælt með slíkum þar sem hann gerir manni kleift að greiða hárið alveg frá rótum, og koma þannig í veg fyrir flækjumyndun.
Hárið sem við notum má lita, en við mælum ekki með því að það sé aflitað. Ef þú ætlar að aflita hárið passaðu þá að prófa litinn á smá hluta hársins áður. Við ábyrgjumst ekki að hárið þoli aflitun.
Ef þú lendir í því að missa lokk, þá skalt þú geyma hann, hægt er að festa hann aftur í þig.