Það er ein flott vintage búð í Chelsea hverfinu, ég man reyndar ekki nákvæmlega staðsetningu en ég fór þangað í fyrra og fékk æðislegt pils á bara 5 dollara og þar fékk ég meira að segja stúdentaafslátt.
En í Chelsea er líka flóamarkaður svona eins og Kolaportið um helgar og það var virkilega gaman að kíkja þangað, þar fann ég íslenskan gamlan 10 krónu seðil þar sem maður var að selja allskonar gamla peninga frá öllum heiminum. Ég fékk þennan seðil á bara 3 dollara :)
Svo er rosalega gaman að versla í Williamsburg í Brooklyn, þar eru litlar designer boutiques og aðrar litlar verslanir þar sem allskonar skemmtilegt er hægt að finna.
Svooo er það Meatpacking district þar sem margar góðar designer búðir (La Perla, Stella McCartney, Alexander McQueen) eru komnar en í Soho eru margar líka, í Soho er t.d. æðisleg Marc by Marc Jacobs búð ef manni langar í eitthvað Marc Jacobs sem kostar ekki sjúklega mikið.
New York er æðislegur staður til að versla og loksins kemur Topshop þangað í október þannig þetta er næstum því fullkominn staður til að versla :)