Ég fór einu sinni nokkuð oft á einn stað sem er á laugarveginum sem ég mæli EKKI með. Þau voru fyrst uppí skeifu eða eitthvað .. rétt hjá outlet búðinni þarna. Anways.. þá fór ég í fyrsta skiptið og ég var paranoid útaf litnum hvort þetta yrði bara alveg HALLÓ augabrúnir, vegna þess að ég er rauðhærð og með ljósa húð og þá væri það mjög augljóst ef ég væri með dökkar augabrúnir. Þannig að ég var að tala um það að ég vildi ekki vera með of dökkar og eitthvað og stelpan var með bara asnalegt attitude, þú veist, svona já what ever. En þær komu samt mjög vel út því hún hafði þær ekki svona kolsvartar. Svo fór ég aftur svona 3 sinnum, fékk alltaf ógeðslega ljótar kolsvartar augabrúnir, höfðu ekkert sense fyrir því að það væri ljótt og ég lenti líka stundum á nemum án þess að vita að ég væri að lenda á nema. Svo fluttu þau og það var seinasta skiptið sem ég fór vegna þess að kellingin var svo fkn desperate, hún sagði áður en ég og vinkonur mínar fórum: þið verðið bar aða koma aftur, þið megið alls ekki gera þetta sjálfar (því við gerðum það svo illa, hún var eitthvað búin að vera að tala um það) og hún YRÐI að sjá okkur aftur eftir mánuð eða eitthvað. Og ég hugsaði með mér bara FOKK ég fer ALDREI aftur þangað. Hún var líka bara að setja útá mann. Þetta er svon buisness dæmi, þær niðurbrjóta mann til að maður komi aftur til að gera þetta og þetta betra. En í rauninni er maður bara að setja helling af eitri í húðina á sér og eitthvað bla bla… komin út fyrir umræðuefnið.. en já. Þurfti að tjá mig um þetta:)