Ég mæli ekki með Roaccutan, ég var reyndar sjálf á Deccutan í hálft ár og bólurnar hurfu en svo komu þær aftur ári seinna og þá fór ég á Roaccutan í 3 mánuði og losnaði við þetta aftur, á ekki við bóluvandamál að stríða lengur, enda búið að eldast aðeins af mér. (Það er einhver smávægilegur munur á þessum tveimur lyfjum samt sem áður eru þau samheitalyf) Roaccutan veldur ekki eins miklu þurrki í húð og Deccutan. En eins og ég segi þá mæli ég EKKI með þessu. Ég þekki svo marga sem hafa farið á þetta lyf og beinlínis þurft að hætta í miðri meðferð vegna þess að þunglyndi sem er ein af aðalaukaverkunum hefur orðið svo slæmt. Auðvitað vill maður losna við bólurnar en ég get ekki sagt fyrir minn part að ég myndi ganga í gegnum þessa meðferð aftur, ekki séns í helvíti!! og sama gildir um þá vini mína og vinkonur sem hafa farið á þetta lyf. Það er ekki eðlilegt hvað maður verður niðurdreginn.
Síðan má maður ekki vera í sólarljósi, má ekki drekka, ekki taka lýsi t.d. (útaf A-vítamíninu). Þarft að fara í blóðprufu í hverjum mánuði því það þarf að athuga hvort lifrin á þér starfi ennþá eðlilega.
Þú veist hvernig Nezeril sprey eru svona til þess að losna við stíflu í nefi.. ? Já allavegana ég þurfti að ganga með Nezoil á mér.. það er OLÍA til þess að sprauta upp í nefið útaf því að slímhúðin á mér var bara uppþornuð. Varaþurrkurinn alveg ógeðslegur, húðin eldrauð og viðkvæm og það sem mér fannst líka mjög slæmt var að þurrkublettirnir sem fékk á hendurnar voru það slæmir að það blæddi úr þeim.
Stelpur sem eru á þessu lyfi eiga helst að vera á pillunni samkvæmt húðsjúkdómalækni mínum, vegna þess að það er aukin hætta á utanlegsfóstrum og að börn fæðist og ekki alveg í lagi með þau :/ oooog já svo eru það liðirnir, einn félagi minn þurfti að hætta að æfa fótbolta á meðan hann var á lyfinu því hann var alveg handónýtur í liðunum og fann svo mikið til.
Þannig að ef þú ert ennþá að hugsa um þetta, hugsaðu þig um aftur.. ef þú telur þetta vera “endanlega” lausn eða ert búinn að prófa gjörsamlega allt, eða bara að húðin á þér sé HRIKALEG þá skil ég að þú viljir losna við það. En ég myndi allavega reyna allar mögulegar lausnir áður en farið væri út i eitthvað svona crazy eins og Roaccutan/Deccutan. Þetta er ekkert grín. Það er fólk víða um heim að berjast fyrir því að þetta lyf verði tekið af markaðnum vegna þess að það hafa svo margir svipt sig lífi á meðan að á meðferð stendur.