Það eru til blöð sem þú prentar á og straujar svo á efnið, held það sé til í öllum svona tölvubúðum amk. Hef séð svoleiðis í BT og Tölvulistanum amk, en lestu leiðbeiningarnar vel! Svo er pappírinn yfirleitt fyrir mismunandi gerðir prentara þannig að þú þarft að skoða það vel + hvort hann sé til að strauja á hvít efni eða hvað…Ég keypti nefnilega svona pappír um daginn og hann var bara á hvítt efni.