ég var einu sinni með permanett og systir mín líka og það er ekkert smá mikið vesen, NEMA ef þú nennir að eyða einhverjum klukkutímum í að halda hárinu góðu.
ÉG fékk mér stærstu mögulegar krullur, semsagt reyndi að fá bara svona liði, en það kom samt út eins og stórar lambakrullur, en það var svosem allt í lagi þar sem ég var með Über slétt hár ! það var fínt í svona mánuð og uppí 2 mánuði en eftir það var bara pína að vera með það. Það á mjög létt með að koma riiisa flækjur þar sem maður á helst ekki að greiða í gegnum hárið nema í sturtu, þannig að flækjurnar verða hræðilegar, og ég þurfti alltaf að nota sérstakt gel til að krullurnar/liðirnir urðu flottir og það endaði með því (reyndar eftir ca hálft ár en þá var ég komin með allveg nóg) að ég klippti mig stutthærða og losaði mig við krullurnar.
eins með systur mína, hún fékk sér miklu minni krullur ->
Mynd og það endist í einhvern tíma og síðan komu svo miklar flækjur að hún klippti sig bara stutt, og hún var með hár niður fyrir axlir.
æj þetta er fínt ef þú nennir að hugsa mikið um hárið, mér fannst þetta allavega of mikil vinna ;)