Þessi bransi er auðvitað mjög þekktur fyrir samkynhneigða og þegar maður er í kringum fólk í tískubransanum gerir maður oftast ráð fyrir því að strákarnir séu hommar þá þeir sýni í raun engi merki um það. En úti í hinum stóra heimi er samt sem áður slatti af gagnkynhneigðum fatahönnuðum, t.d. Ralph Lauren.
En veistu, tískuheimurinn virðist samt sem áður vera algjörlega stjórnaður af hommum. Flestir fatahönnuðir eru karlmenn sem eru hommar og útlitið sem er “inn” í dag á módelum er strákalegt og engan veginn kvenlegt. Kate Moss var nánast fyrsta módelið (af nýju kynslóðinni) sem var strákalegt og með henni (og öllum hommunum) komst þetta í tísku.
Ég held að einn strákur hafi útskrifast úr fatahönnun úr Listaháskóla Íslands sem er ekki hommi. Það er í rauninni hellingur því það hafa aðeins útskrifast 4-5 strákar í heildina á þeim 7-8 árum sem fatahönnun hefur verið kennd hér á landi.
Ég skal allavega segja þér það (sem nemi í fatahönnun í LHÍ) að ég myndi taka gagnkynhneigðum strák fagnandi í námið og ég myndi aldrei gera grín af honum eða neitt slíkt því fatahönnun er ekkert nema virkilega heillandi nám sem felur í sig hönnun á mannslíkamann og það er ekkert stelpulegt eða hommalegt við það. Þetta er bara listform, alveg eins og það er ekkert hommalegt að vera myndlistarmaður, arkitektúr eða grafískur hönnuður.
Þetta er klárlega bransi sem skortir gagnkynhneigða karlmenn en það þýðir ekki að þeir séu ekki velkomnir :)