Í fyrsta lagi, þessi þráður hljómar eins og þig bráðvanti gota-outfit fyrir kvöldið.
Í öðru lagi, ef þú ert að spá í að breyta um fatastíl mæli ég með því að þú breytir því hægt með því að vera opinn fyrir öllu. Þú getur auðveldlega farið í gotabúðir (reyndar ekki á Íslandi, nema þessi sorglega búð sem kallast Mótor) og keypt þér það sem flestir gotar klæðast en er það ekki bara eins og að fara í búning? Ertu virkilega að leitast eftir því?
Stundum festist fólk of mikið í steríótýpunni og telur þá að það megi ekki klæðast neinu öðru eða fíla eitthvað annað. En taktu endilega afstöðu og ekki kaupa þér svona jakka eða svona buxur því það er gotalegt, reyndu alltaf að hugsa: “Er þetta ég? Vil ég láta túlka mig svona? o.sfrv.”
Allavega hef ég persónulega reynslu á þessu öllu saman þar sem flestir nánustu vinir mínir myndu kallast gotar þannig “prófaði” ég þann pakka á tímabili en áttaði mig fljótt á að þetta var ekki ég að klæðast svona fötum, en ég fíla eina og eina flík sem kemur af þessari tísku og ég nota það við minn stíl.
Heilræðisdagur hjá mér greinilega í dag :)