Hverju á að klæðast um áramótin??
Hverju á svo að klæðast um áramótin?? Ég var að pæla í að vera í “jakkafötum”…mér finnst þau mjög töff:) En þegar ég sagði vinkonu minni frá því ætlaði hún alveg um koll að keyra ..því það er víst ekki alveg “nógu fínt” fyrir hana!! Svo eru allir þessir blúndubolir mjög töff….og flauelsdragtirnar alveg æðislegar!! Ég er bara alveg tóm….veit ekkert í hverju ég á að vera..! Það verður alveg pottþétt skítakuldi þannig að enginn sjéns að vera í pilsi eða neinu þannig löguðu..