mm.. það getur verið svo þægilegt að vera bara í náttbuxunum allan daginn :) ég gerði það reyndar aaaldrei og fannst það allveg hrikalega asnalegt en eftir að ég kom í heimavistarskóla þá er svo þægilegt að stökkva bara út í skóla í náttbuxunum og svo aftur uppá vist og kúra :)
var einmitt að gera umræðu í dag á annari síðu um náttbuxur, ég vinn í rúmfó og oft mætir starfsfólkið í þessu! verð alltaf jafn pirruð, og kúnnar eru líka oft í náttfötum!
Mér finnst baraa ógeðslega kósí að fara stundum í náttbuxum í skólann. Gerist samt bara þegar ég er svo þreytt að ég einfaldlega nenni ekki í þröngað gallabuxur og vesen :Æ
Það eru tvær leiðir til að öðlast innri frið: Að gera
Finnst mjög þægilegt t.d. á sunnudögum ef maður er e-ð að chilla bara heima og skýst svo út í sjoppu að kaupa nammi með einhverri mynd, færi aldrei að klæðia mig eitthvað spes í einhverjar buxur af því að ég er að fara í 2 mín ferð út fyrir húsið…
En ég skil nú samt ekki fólk sem er í þessu alveg allan daginn þegar það hefur tíma til að klæða sig eða enga ástæðu til að vera á náttfötum allan dag… (hef reyndar lent í því að ég var á hraðferð og gleymdi að ég væri enn í náttbuxum þegar ég var kominn á æfingu)
Alltaf þegar þú skiptir um undirskrift er ég viss um að komið sé að því að ég verði ekki sammála henni… svona einu sinni, til tilbreytingar. En það bregst ekki… þær eru alltaf eins og talaðar úr mínum munni.
Bætt við 18. mars 2008 - 03:32 Nema bara, þúveist… betur orðaðar…
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
vá eg gjörsamlega þoli ekki þegar fólk er í náttbuxum , veit ekki afhverju en það er bara svo MEGA asnalegt … eg skil að það sé alveg þægilegt og allt það , en þetta er ekki töff , eg HATA líka svona skó með svona hjóli undir , og allir að renna sé á því , fokk hvað það fer í taugarnar a mer :'')
Ertu að grínast, mig dreymir um að fá mér svona heelies skó, geri það pottþétt næst þegar ég fæ mér skó. Þarf þá ekkert að labba og get bara rúllað hvert sem ég vil.
Þægilegt? Og stundum er maður bara að skjótast og nennir ekki að klæða sig í spes föt, eins og til að fara útí sjoppu. En að mæta í þeim í skólann finnst mér dáldið spes, þori því ekki lengur, gerði það samt mjöög oft í grunnskóla..
Ég held að það fari í fáa fyrir alvöru þegar um er að ræða 15 ára stelpuhóp að kaupa sér kók í næstu sjoppu. Hins vegar finnst mér sóðalegt þegar að fólk mætir svona í vinnuna. Mér finnst það vera merki um að verslun sé búlla ef að starfsmennirnir eru allt pre-teen kjánar í náttbuxum. Það er ekki rétta leiðin til að sinna þjónustustarfi.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
Ég er mjög oft í náttubuxum heima hjá mér því það er svo óendanlega þægilegt. Svo kanski þarf ég að skreppa út í búð eða eitthvað og ég sé þá ekki hvað er að því að fara bara í náttbuxunum..nenni ekki að vera að klæða mig eitthvað spes til að skreppa út í búð.
Ég hef reyndar aldrei farið í náttbuxnum í skólan eða þegar ég er að fara eitthvað spes. Sé samt ekki hvernig þetta fer svona í taugarnar á þér…má fólk ekki bara klæða sig eins og það vill?
Bætt við 13. mars 2008 - 17:55 Og já..þegar ég las þessa grein gerði ég mér grein fyrir því hversu óþægilegar gallabuxurnar mínar voru svo ég skellti mér í náttbuxurnar :D
Ég fer stundum í náttfötum í skólann. Reyndar fer ég oftast í þeim náttfötum sem gætu alveg eins verið kósíföt. Mér finnst ekki töff né ótöff að vera í náttbuxum og ég geri það ekki til að vera töff. Mér finnst bara mjög gott og kósí að vera í náttbuxum, skil ekki hvaða mál er verið að gera úr þessu
ég skil ekki hvernig fólk getur verið í þessu allan daginn þó að ég hef jújú alveg hlaupið yfir götuna út í sjoppu á náttfötunum á sunnudegi þegar ég nenni ekki að vera til og ætla bara að horfa á sjónvarpið þangað til ég sofna
þetta er sjúkt þæginlegt,, þegar maður er á haus í skólanum og mikið að gera´;).. þá er maður bara í múkum og þæginlegum náttbuxum :)..þetta er engin tíska nei,, en þetta er vinsælt..
mér finnst það bara asnalegt..fólk getur vel verið í íþróttabuxum á daginn. Það missir lika svona, frábærleikann að vera í náttbuxum allan daginn, kannski í rigningu, koma svo heim og þá eru engar þurrar og þægilegar náttbuxur að skipta í því maður var i þeim úti!
Þetta er mjög einfalt svona er emó og gotha tískan í dag og hún snýst út á það að vera ógeðslegur og ég meina þú verður ekki ógeðslegri heldur en þegar þú ert í náttbuxunum í skólanum eða vinnunni.
Mér líður nú bara illa í náttbuxum :/ . Mér finnst ég eitthvað svo… óklædd. Ég fatta heldur ekki hvernig Íslendingar geta gengið um í örþunnu efni í íslensku veðri.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..