…að fara í klippingu!!!
Sko, fyrir svona ári langaði mig að láta setja strípur í hárið á mér. Ég fór á stofu sem vinkona mín mælti með (sem við skulum kalla stofu #1), og það kostaði 9000 kr, sem mamma borgaði :).
Síðan var ég komin með nokkuð mikla rót þannig að ég hringdi á stofu #1 og spurði hvað það kostaði að láta í rótina & að fá klippingu. 4000-5000 sagði konan og mér fannst það frekar ódýrt.
En ég ákvað að fara á aðra stofu (stofu #2) af því að hún er nær heimilinu mínu og ég þurfti að labba. Þannig að ég pantaði tíma en algerlega óvart þá spurði ég ekki hvað þetta kostaði. Ókei… þegar ég var að fara að borga fyrir klippinguna og rótina kostaði þetta samtals 9900 kr. Ég fór alveg í sjokk, þar sem þetta kostaði meira en að setja strípur í allt hárið (ég er með frekar sítt hár.) Ég tók þarna þá ákvörðun að fara EKKI þangað aftur!
Síðan var komið að því að það þurfti aftur að setja strípur í rótina og ég hringdi á stofu #1 og spurði hvað það myndi kosta að fá í rótina og klippingu aftur og aftur fékk ég það svar að þetta myndi kosta á bilinu 4000-5000 kr. Ég ákvað þá að panta mér tíma.
Á meðan þessu stóð, grét ég næstum því af sársauka af því að konan reif svo í hárið á mér (og ég er EKKI hársár manneskja!). Síðan þegar ég var að fara að fara, þá átti ég eftir að borga. Nei, kostaði klippingin ekkert annað en 13500!!!!! Ég fór í kerfi þegar ég heyrði töluna. Það var búið að segja við mig tvisvar sinnum að þetta kostaði MIKLU minna!!!
Ég var brjáluð, og ekkert smá svekkt. Ég fór næstum því að gráta fyrir framan konuna!
Og núna er ég komin með rót aftur, og ég veit ekkert á hvaða stofu ég á að fara. Ég á ekki mikinn pening og svo virðist vera að ef ég stíg fæti inn á hárgreiðslustofu, fer ég út helmingi fátækari en ég bjóst við.
Stofa #1 var Hár og smink í Hlíðasmára, Kópavogi. :(