Spurning! Ég er að fara í fyrsta sinn á þessa stofu á morgun þannig að ég var að velta fyrir mér hvort hún sé góð? og svona hvaða “stíll” sé ráðandi þar?
Mér finnst hún góð og get því mælt með þessari stofu.. Ég hef farið þangað í nokkur ár og læt alltaf Gosa klippa mig. Þetta kostar náttúrlega sitt en ég geng alltaf ánægð út frá honum.
Það er voðalega þæginlegt andrúmsloft þarna inni.. Maður fær alltaf hárþvott fyrst og svo er manni boðið uppá kaffi og svona fínerí ;)
Ég veit ekki hvaða stíll er ráðandi þarna. Allir bara? En ég held að margir sem fara þangað gera e-ð fríkí við hárið á sér.. Ég t.d. lét alltaf raka hluta af hliðinni og reyni að gera e-ð öðruvísi en bara særa hárið og toppinn
Mitt nær niður fyrir bak, en þar sem ég fer er fast verð á kvennaklippingu 4.400.
Síðast þegar ég fór í klippingu, heillitun og strípur fyrir tæpri viku kostaði það mig 13.300 í Hárný, Nýbýlavegi. Það koastaði mig 10.400 þegar ég fór bara í litun og klippingu.
Bætt við 2. febrúar 2008 - 19:06 Á að vera: nær niður á mitt bak
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..