Skemmtilegt hvernig allt sem þú ert að demba á mig núna virðist eiga alveg fullkomlega við þig.
Enn skemmtilegra er það hvernig þú virðist ekki einu sinni taka eftir því.
Ekki taka þessu svona nærri þér.
Já, djöfuls vitleysingur get ég verið. Hvernig dirfist ég að ræða hlutina á umræðuvefi.
Ég sver það, ég hef hvergi rekist á jafn geldan umræðuvef og huga.is. Ef þið fenguð að ráða þá myndu allar umræður enda þegar allar skoðanir væru komnar fram. Fyrir ykkur kemur ekki til greina að ræða þessar skoðanir. Um leið og einhver andmælir ykkur farið þið grátandi í vörn og kvartið yfir ofsóknum. “MÁ ÉG EKKI EIGA MÍNA SKOÐUN?”
Jú, þú mátt eiga þína skoðun, en ef þú ert svo hryllilega óörugg með hana að þú getir ekki varið hana eða rætt hana á nokkurn hátt þá ættiru halda eins langt frá umræðuvefum og hægt er.
Það skemmtilegasta er að þessa umræða hófst á því að þú varst að andmæla skoðanir einhvers annars. Það virðist vera í góðu lagi hjá þér svo lengi sem enginn gerir það sama við þig.