Góðan daginn.

Þannig er mál með vexti að ég er að fara skella dreadlocks í mig.
Ég er kominn með vin til að hjálpa mér með þetta (langar til að gera þetta sjálfur).

Málið er bara, ég finn ekki þetta “Residue-free shampoo” sem allir segja að sé nauðsynlegt í dreadlocks.
“Residue-free” myndi líklegast þýða sótthreinsandi sjampó á íslensku eða eitthvað í þá áttina en þegar ég spyr um það í apótekinu er mér bent á rakarastofuna mína, en þar láta þeir mig bara fá sjampó sem er ekki “Residue-free”.

(Residue free shampoo er sjampó sem skilur ekkert eftir í hárinu eins og t.d. lykt)

Ég veit að það er hægt að panta þetta á einni síðu í Bandaríkjunum, en þeir senda ekki til Íslands as far as I know og það er frekar mikið bother, þannig ég vill fyrst vera viss hvort það sé ekki hægt að fá þetta hérna á Íslandi.

Öll svör vel þegin.
- duwey
-