Já úff, ég gleymi aldrei veseninu sem ég lenti í einu sinni! Þannig var það að ég var að kaupa bol handa bróður mínum í afmælisgjöf af thinkgeek.com. Bolurinn sjálfur kostað svona 700 krónur og svo þurfti að borga eitthvað sendingargjald þar sem þetta var til Íslands sem ég var alveg sátt við þar sem mér fannst þetta bara góð kaup og flottur bolur. Svo nokkrum dögum seinna er hringt í mig frá Ups á Íslandi og maður spyr mig hvort ég sé heima og ég er í Kringlunni og segi nei. Þá segir hann að hann sé að fara að koma með bolinn og hvort ég geti verið heima eftir hálftíma, og já, að ég þurfi að borga 3000 kr. aukalega fyrir sendinguna! Vá hvað ég varð pirruð, sérstaklega þar sem ég átti engan pening. Ég hefði kannski átt að gera mér sjálf grein fyrir þessu en hvernig átti ég að vita þetta bara sjálf?
Málið er að þetta borgar sig ef þú ert að kaupa mikið af fötum en ég var bara að kaupa einn bol sem kostaði þá á endanum rúmlega 5000 krónur. Foreldrar mínir eru reyndar að fara að heimsækja bróður minn í New York í nóvember og ég ætla að notfæra mér það! Láta senda til hans og þau að koma með það heim fyrir mig:)
Ef þú nennir ekki að lesa allt svarið er endanlegt svar einfaldlega: JÁ, þú þarft að borga (fullt af) pening fyrir sendinguna heim til þín.