Fordómar gegn grönnum?!
Ég hef verið að taka eftir því í fjölmiðlum og á netinu að fordómar gegn grönnum eru að stóraukast. T.d. þegar einhverntíman í vor eða eitthvað var þessi svokallaði megrunarlausi dagur, sem hvatti fólk til að hætta megrunarkúrum, líklega út af því að anorexía er vaxandi vandamál. Þá var gefið út blað sem dreift var á öll heimili. Þar voru margar greinar þar sem minnst var á óaðlaðandi beinagrindur úr hollywood sem líta allar eins út, ókvenlegar horrenglur o.s.frv., og þetta voru þybbnar og feitar konur að skrifa um grannar konur. Hvað myndi vera sagt ef gefið væri út blað og því dreift á öll heimili þar sem sagt væri frá ógeðslegum fitukeppum og sveittum hlussum.. ÖHM ég ímynda mér sterk viðbrögð! Ég er sjálf mjög grönn, ekkert svona anorexíugrönn heldur bara flott..og ég hef fengið nóg af kommentum um að ég sé mjög vel vaxin, en ég hef samt ekkert á móti þybbnu og feitu fólki, né of grönnu fólki, og mér finnst fordómar út af vaxtalagi glataðir! Hvort sem það eru fordómar gegn feitum eða grönnum!