eyemake up remover fyrst svo hreinsimjólk og svo tóner og ef þú vilt gera þetta virkilega vel seturu svo skrub og aftur tóner og svo maska og svo hefur maskann í 10 - 15 mín og þrífur af með volgu vatni og setur svo raka krem
Skiptir engu máli hvort þú sért með feita húð eða ekki þegar þú ert að nota hreinsimjólk, þú verður bara að þvo húðina vel eftirá. Hinsvegar með að nota rakakrem og önnur krem fyrir svefn, það er annað mál.
Ég nota alltaf bara svona hreinsiklúta ^^ góðir til frá nivea, þessir bleiku eru betri en þessir bláu :) Kemur fyrir að ég noti húðmjólk og andlitsvatn..
Það eru tvær leiðir til að öðlast innri frið: Að gera
Ég þvæ það bara með andlitssápu og vatni, stundum bara vatni. Svo nota ég oxy til að hreinsa alveg úr húðinni, það er mad gott líka við bólum. Nota jú líka eye-make up remover, maskarinn er alltaf meira vesen.
Kjaftæði… Maður á að nota næturkrem… Maður á að forðast að nota rakakrem sem eru 24/7, það er best að nota dag og næturkrem :) Bara passa að vera með alveg hreina húð þegar það fer á…
Bætt við 7. október 2007 - 11:42 Æjæjæjæj ætlaði ekki að svara þér heldur Iritz :P
Ég er að nota E-vítamín línuna frá BodyShop. Hreinsikrem og svo toner, og á morgnanna nota ég rakakrem úr sömulínu. Kostar allt saman um 3500 minnir mig :)
Það eru til svona Nivea hreinsiklútar sem maðut getur keypt bara út í búð… Mér finnst þeir mjööög þægilegir :) Og ég vinn í snyrtivöruverslun svo ég veit alveg hvað ég er að tala um, hef prófað allan fjandann ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..