Af hverju eru þær að láta eins og þær séu miklu eldri heldur en þær eru í raun og veru? Af hverju er ekki bara hægt að bíða! Eflaust sumar sem eru ekki byrjaðar á kynþroskaskeiðinu einu sinni! :O Vilja allar kannski bara líta út eins og þær séu miklu eldri því að þær eru ábyggilega fylltar ranghugmyndu um að það sé svo “lame að vera krakki og töff að vera fullorðin” semsagt þær vilja ekki vera barnalegar (þótt þær séu nú krakkar). Þær halda greinilega að það sé best að vera eldri og laus við æskuna á meðan sumt fullorðið fólk öfundar það því það saknar æskunnar svo mikið. Mér finnst semsagt óskiljanlegt af hverju litlir krakkar (segi krakkar því þetta eru ekki einu sinni byrjuð á táningsaldrinum) eru byrjuð að reyna að líta út eldri en þau eru og ekki sætta sig við að vera eins og krakkar eiga venjulega að vera á þeirra aldri.
Þetta gildir ekki einu sinni bara um stelpur! Ég hef tekið eftir strákum úr sjöunda bekk sem reyna að lýta út eins og 16-17 ára hnakkar. Þeir eru með gel í hárinu, bling í eyranu, hip-hop fötum, ljósar strípur, Ipodinn í botni o.fl. þannig, meðan þeir voru kannski ári eða tveimur árum fyrr með náttúrulegan háralit og enga sérstaka greiðslu, engin göt í eyrunum, venjulegum fötum sem krakkar klæðast gjarnan í, og ekki alltaf að (það liggur nánast við því að þeir geri það) hengja næstum upp auglýsingartöflur eða halda á skilti sem stendur á “Ég á Ipod”.
Mig langar að fá skoðun annara á þessu því ég hef greinilega misst eikkað úr…er þetta virkilega eðlilegt?
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"